mið 23. janúar 2019 06:00
Magnús Már Einarsson
Jackie Altschuld í Tindastól (Staðfest) - Óvíst með Murielle
Ekki er ennþá ljóst hvort Murielle Tiernan verði áfram hjá Tindastóli.
Ekki er ennþá ljóst hvort Murielle Tiernan verði áfram hjá Tindastóli.
Mynd: Óli Arnar - Feykir.is
Tindastóll hefur fengið liðsstyrk fyrir keppni í Inkasso-deild kvenna í sumar en félagið hefur samið við Jackie Altschuld. Feykir.is greinir frá.

Jackie er fædd 1995 en hún fjölhæfur leikmaður sem getur spilað vörn, miðju og sókn.

Að sögn Jóns Stefáns Jónssonar, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Tindastóls, spilaði hún með San Diego háskólanum í Bandaríkjunum áður en hún færði sig í Norsku úrvalsdeildina sumarið 2017 en þar lék hún með liði Melkilda.

„Síðastliðið sumar var hún svo lykilmaður í sænsku fyrstu deildar liði en langaði að prufa nýtt og skoða heiminn og kemur því til okkar,“ segir Jón Stefán við Feyki.

Ekki er ljóst hvort að Murielle Tiernan verði áfram hjá Tindastóli en hún var valin best í 2. deildinni í fyrra þar sem hún skoraði 24 mörk í 14 leikjum. Murielle er ævintýrakona sem lætur veikindi ekki stoppa sigeins og kom fram á Fótbolta.net í haust.

Jón Stefán segir að ekkert sé að frétta hvað Murr hyggst fyrir en heyrst hefur af áhuga félaga í Pepsi-deildinni á henni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner