Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 23. mars 2021 17:30
Magnús Már Einarsson
Dalvík/Reynir fær spænskan miðjumann (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Dalvík/Reynir hefur gert eins árs samning við spænska miðjumanninn Sergi Mengual Monzonis, eða Mengu eins hann er kallaður.

Megnu er 25 ára miðjumaður sem leikið hefur með Torrent CF í 3. deildinni á Spáni undanfarið.

„Megnu er væntanlegur til landsins á næstu dögum og ætti að vera klár í slaginn þegar Dalvík/Reynir hefur leik í forkeppni Mjólkurbikarsins gegn Samherjum," segir á heimasíðu Dalvíkur.

„Það verður spennandi að fylgjast með þessum nýjasta leikmanni liðsins. Velkominn, Mengu!"

Dalvík/Reynir féll úr 2. deildinni í fyrra en Pétur Heiðar Kristjánsson er nýr þjálfari liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner