Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 23. júní 2022 18:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nick Pope í Newcastle (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Newcastle er búið að ganga frá kaupum á markverðinum Nick Pope og kemur hann til félagsins frá Burnley.

Kaupverðið er í kringum 10 milljónir punda.

Pope hefur verið einn af betri markvörðum ensku úrvalsdeildarinnar síðustu ár en hann er núna á förum eftir að Burnley féll úr ensku úrvalsdeildinni.

Pope var valinn í enska landsliðið fyrr í þessum mánuði og ætlar sér að fara með á HM í Katar. Burnley féll úr úrvalsdeildinni og sér Pope meiri möguleika á landsliðssæti með því að spila í úrvalsdeildinni.

Þetta er öflugur liðsstyrkur fyrir Newcastle sem stefnir á efri hluta ensku úrvalsdeildarinnar á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner