Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. ágúst 2021 09:18
Elvar Geir Magnússon
Andri Fannar í FC Kaupmannahöfn (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Andri Fannar Baldursson er kominn í FC Kaupmannahöfn á lánssamningi frá Bologna á Ítalíu. Í samkomulaginu er klásúla sem gefur FCK möguleika á að kaupa hann eftir lánsdvölina.

Andri er 19 ára gamall og hefur leikið fjóra A-landsleiki fyrir Ísland. Þá á hann fimmtán leiki í ítölsku A-deildinni á ferilskrá sinni.

„Andri er mjög spennandi miðjumaður. Hann er með góða tækni og leikskilning og býr yfir þekktum íslenskum einkennum með því að vera vinnusamur liðsmaður," segir Peter Christiansen, íþróttastjóri FCK.

„Hann hefur þegar spilað marga stóra leiki með Bologna og þá hefur hann einnig spilað landsleiki. Við höfum skoðað hann mög vel og komumst að samkomulagi sem gerir okkur fært að fá tíma til að kynnast honum enn betur."

„Við lítum á hann sem mjög hæfileikaríkan leikmann og hann er hungraður í að sýna hvað í honum býr. Við erum með marga unga og metnaðarfulla leikmenn sem ýta hvor öðrum áfram á æfingasvæðinu."

Andri Fannar fær treyju númer átján hjá FCK. Í viðtali við heimasíðu félagsins segist hann þekkja vel til danska liðsins enda hafi margir Íslendingar verið þar í gegnum tíðina.

Andri er uppalinn hjá Breiðabliki en gekk í raðir Bologna 2019. Í september á síðasta ári lék hann sinn fyrsta A-landsleik, gegn Belgum í Þjóðadeildinni.


Athugasemdir
banner
banner