Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 24. mars 2021 13:48
Magnús Már Einarsson
Greenwood í ÍR (Staðfest) - Á leik í ensku úrvalsdeildinni
Greenwood í leik í ensku úrvalsdeildinni gegn Watford.
Greenwood í leik í ensku úrvalsdeildinni gegn Watford.
Mynd: Getty Images
ÍR hefur fengið miðjumanninn Rees Greenwood í sínar raðir fyrir átökin í 2. deildinni í sumar.

„Greenwood er grjótharður skapandi miðjumaður sem náði m.a. þeim árangri að leika með yngri landsliðum Englands," segir á Facebook síðu ÍR.

Greenwood ólst upp hjá Sunderland og lék einn leik með liðinu í ensku úrvalsdeildinni vorið 2016 undir stjórn Sam Allardyce. Hinn 24 ára gamli Greenwood var þá í byrjunarliðinu í 2-2 jafntefli gegn Watford.

Eftir að að hafa verið á mála hjá Sunderland fór hann til Gateshead í neðri deildum Englands og þaðan til Falkirk í Skotlandi. Þaðan lá leiðin aftur í neðri deildir Englands áður en boltinn færði hann til Sameinuðu arabísku furstadæmana nú í vetur þar sem hann lék með Al-Sahel.

„Ég er mjög spenntur fyrir því að vinna með Rees. Hann hefur ótvíræða hæfileika sem leikmaður og mun styrkja okkar lið mikið. Ennfremur held ég að hann muni hjálpa okkar ungu leikmönnum að þroskast og bæta sig sem leikmenn," segir Arnar Hallsson, þjálfari ÍR á Facebook síðu félgasins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner