Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 24. maí 2021 16:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gattuso yfirgefur Napoli (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli, hefur staðfest að Gennaro Gattuso verði ekki áfram þjálfari Napoli á næstu leiktíð.

Napoli rétt missti af Meistaradeildarsæti eftir jafntefli gegn Hellas Verona í lokaleik.

De Laurentiis þakkaði Gattuso fyrir þá vinnu sem hann hefur lagt á sig fyrir Napoli síðustu tvö árin. Hann óskaði honum einnig velfarnaðar í framtíðinni.

Gattuso tók við Napoli af Carlo Ancelotti í desember 2020 og vann hann ítalska bikarinn sem þjálfari liðsins.

Einhverjar vangaveltur hafa verið í gangi um að þessi fyrrum þjálfari Milan gæti mögulega tekið við Juventus en þar var Andrea Pirlo að klára sitt fyrsta tímabil. Juventus hafnaði í fjórða sæti með einu stigi meira en Napoli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner