banner
   fös 24. júní 2022 09:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sara Björk til Juventus (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir er gengin í raðir Juventus á Ítalíu. Liðið hefur orðið ítalskur meistari fimm tímabil í röð.

Sara verður formlega orðin leikmaður Juventus þann 1. júlí og kemur frá Lyon þar sem hún hefur verið undanfarin tvö ár. Hún skrifar undir tveggja ára samning við Juventus. Sara verður númer 77 hjá Juventus.

Sara, sem er 31 árs, er á leið á sitt fjórða stórmót með íslenska landsliðinu og í kjölfarið tekur svo við tímabil á Ítalíu.

Sara yfirgefur Lyon eftir að hafa unnið fjóra titla sem leikmaður félagsins. Hún var áður hjá Wolfsburg og vann þar átta titla og þar á undan hjá Rosengård þar sem hún vann níu titla. Sara er uppalin í Haukum en lék einnig með Breiðabliki áður en hún hélt til Svíþjóðar og hóf feril sinn erlendis.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner