Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 24. júní 2022 17:22
Brynjar Ingi Erluson
Wayne Rooney hættur hjá Derby (Staðfest)
Wayne Rooney er farinn frá Derby
Wayne Rooney er farinn frá Derby
Mynd: Getty Images
Enski knattspyrnustjórinn Wayne Rooney hefur sagt starfi sínu lausu hjá Derby County eftir tveggja ára veru hjá félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Derby í dag.

Rooney samdi við Derby árið 2020 og tók við við liðinu rúmu ári síðar eftir að Phillip Cocu var látinn taka poka sinn.

Hann stýrði liðinu sem bráðabirgðastjóri fyrstu tvo mánuðina áður en hann gerði nýjan samning við félagið og lagði í kjölfarið skóna á hilluna.

Liðið náði þokkalegum árangri undir hans stjórn svona miðað við aðstæður en félagið var sett í greiðslustöðvun í september á síðasta ári og var 21 stig dregið af liðinu vegna þessa.

Hópurinn var þunnur vegna fjárhagsörðuleika en þrátt fyrir það náði Derby að standa í bestu liðunum. Það var samt sem áður ekki nóg og féll liðið niður í C-deildina eftir síðustu leiktíð.

Framtíð Derby hangir enn í lausu lofti og eru þau mál ekkert að skýrast. Rooney hefur verið þolinmóður til þessa en hefur nú ákveðið að yfirgefa félagið.

Hann tilkynnti stjórn félagsins um ákvörðun sína í dag og er því formlega hættur þjálfun liðsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner