Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 24. ágúst 2021 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea selur Ike Ugbo til Genk (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Chelsea er búið að selja enska sóknarmanninn Ike Ugbo til Genk í Belgíu fyrir 3,5 milljónir evra sem gætu orðið að 7,5 milljónum með árangurstengdum aukagreiðslum.

Ugbo er 22 ára gamall og skoraði 7 mörk í 20 leikjum fyrir U17 og U20 landslið Englands.

Hann er uppalinn hjá Chelsea en hefur aldrei spilað fyrir aðalliðið. Undanfarin ár hefur hann verið lánaður út og á síðustu leiktíð vakti hann athygli á sér með Cercle Brugge í belgísku deildinni.

Þar skoraði Ugbo 17 mörk í 34 leikjum og ákvað stórveldið Genk að festa kaup á þessum öfluga leikmanni, sem skrifar undir fjögurra ára samning.

Marseille reyndi einnig að kaupa Ugbo en hann valdi Genk því þar fær hann byrjunarliðssæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner