Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 24. ágúst 2021 22:37
Ívan Guðjón Baldursson
Everton lánar Joao Virginia til Sporting (Staðfest)
Mynd: EPA
Markvörðurinn efnilegi Joao Virginia hefur verið lánaður til Sporting í Portúgal þar sem hann mun leika út tímabilið. Virginia flutti til Englands aðeins 16 ára gamall til að ganga í raðir Arsenal en fór svo yfir til Everton.

Virginia, sem verður 22 ára í október, hefur aðeins fengið þrjú tækifæri með aðalliði Everton og á 29 leiki að baki fyrir yngri landslið Portúgals. Hann varði síðast mark Everton í mars, í 8-liða úrslitum enska bikarsins gegn Manchester City.

Hjá Sporting mun Virginia berjast við Antonio Adan um byrjunarliðssæti. Adan var aðalmarkvörður hjá Betis í nokkur ár en hefur varið fimm árum ferilsins sem varamarkvörður hjá Atletico og Real Madrid.

Þjálfarateymi Everton hefur trú á að Virginia geti orðið mikilvægur leikmaður í framtíðinni en markvörðurinn sjálfur vill fleiri tækifæri með aðalliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner