þri 25. janúar 2022 19:24
Brynjar Ingi Erluson
Roy Hodgson tekur við Watford (Staðfest)
Roy Hodgson stýrði fyrstu æfingunni í dag
Roy Hodgson stýrði fyrstu æfingunni í dag
Mynd: Watford
Roy Hodgson er nýr stjóri Watford í ensku úrvalsdeildinni en ráðningin var tilkynnt í kvöld.

Claudio Ranieri var látinn taka poka sinn hjá Watford á dögunum eftir aðeins þrjá mánuði í starfi en liðið er í fallsæti með aðeins 14 stig.

Watford hóf strax viðræður við Hodgson og var hann svo kynntur í kvöld en hann gerir samning út tímabilið.

Hann stýrði síðast Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni frá 2017 og til loka síðasta tímabils og gaf það út að hann væri að öllum líkindum hættur í þjálfun en er nú mættur aftur rúmlega hálfu ári síðar.

Fyrsti leikur hans með Watford verður gegn botnliði Burnley þann 5. febrúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner