fim 25. mars 2021 19:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dion Acoff í Grindavík (Staðfest)
Lengjudeildin
Dion Acoff.
Dion Acoff.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bandaríski kantmaðurinn Dion Acoff er búinn að semja við Grindavík um að leika með liðinu í sumar.

Dion lék með Þrótti á síðasta ári en hann spilaði einnig með félaginu 2015 og 2016.

Hann náði ekki mikið að beita sér í Lengjudeildinni í fyrra vegna meiðsla. Hann spilaði níu leiki í deildinni og skoraði eitt mark.

Hann hefur núna samið við Grindavík og er hann kominn til landsins. Hann mun spila með liðinu í Lengjudeildinni í sumar.

Dion hefur einnig leikið með Val hér á landi og varð Íslandsmeistari með liðinu 2017 og 2018. Aðstoðarþjálfari Vals á þeim tíma var Sigurbjörn Hreiðarsson, sem er núna aðalþjálfari Grindavíkur.

„Ég er afar glaður með að endurnýja kynni mín af Dion Acoff sem ég vann með í Val,“ segir Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur. „Dion færir okkar liði gríðarlegan hraða sem mun hjálpa okkur í sumar. Hann er vinnusamur og ekki síst frábær atvinnumaður. Hann er mikill sigurvegari sem er mikilvægur eiginleiki og á eftir að passa vel inn í verkefnið hérna í Grindavík í sumar.“
Athugasemdir
banner
banner