Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 25. mars 2021 13:55
Magnús Már Einarsson
Valur fær danskan miðjumann (Staðfest)
Köhler í leik með Helsingör.
Köhler í leik með Helsingör.
Mynd: Getty Images
Valur hefur fengið danska miðjumanninn Christian Köhler í sínar raðir fyrir Pepsi Max-deildina í sumar.

Hinn 24 ára gamli Köhler kemur frá Esbjerg í dönsku B-deildinni en þar spilaði hann undir stjórn Ólafs Kristjánssonar.

Köhler lék áður með Nordsjælland og Helsingör í sænsku úrvalsdeildinni sem og Trelleborg í sænsku B-deildinni.

Miðjumennirnir Lasse Petry og Einar Karl Ingvarsson eru báðir farnir frá Íslandsmeisturum Vals síðan á síðasta tímabili og Köhler mun hjálpa til við að fylla skarð þeirra.



Athugasemdir
banner
banner
banner