Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 25. maí 2021 20:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gattuso tekur við Fiorentina (Staðfest)
Mynd: Fiorentina
Gennaro Gattuso er tekinn við sem stjóri Fiorentina, þetta staðfesti félagið í dag. Gattuso var látinn fara sem stjóri Napoli eftir lokaleik Serie A á sunnudag.

Honum tókst ekki að ná Meistaradeildarsæti með Napoli á leiktíðinni og var það óviðunandi að mati forseta félagsins.

Gattuso tekur við stjórnartaumunum hjá Fiorentina 1. júlí.

Gattuso vann eiginlega allt sem hægt var að vinna sem leikmaður AC Milan og varð heimsmeistari með ítalska landsliðinu árið 2006.

Hans fyrsta þjálfarastarf var hjá Sion í Sviss en síðan hefur hann stýrt Palermo, AC Milan og Napoli ásamt Pisa og OFI Crete.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner