þri 25. maí 2021 09:21
Victor Pálsson
Modric framlengir við Real Madrid (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Luka Modric, leikmaður Real Madrid, hefur skrifað undir eins árs framlengingu við spænska félagið.

Þetta var staðfest nú rétt í þessu en þessi 35 ára gamli leikmaður hefur spilað með Real frá árinu 2012.

Modric var mikið orðaður við lið Inter Milan á síðasta ári en þar leika landar hans Marcelo Brozovic og Ivan Perisic.

Króatinn hefur þó ákveðið að taka allavega eitt ár til viðbótar í Madríd en samningur hans rennur út næsta sumar.

Modric kom til Real frá Tottenham fyrir níu árum síðan og hefur spilað 266 deildarleiki ásamt því að skora 20 mörk.

Modric hefur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum með Real og deildina tvisvar, bæði 2017 og 2020.

Hann er leikjahæsti leikmaður í sögu Króatíu með 136 leiki og verður mikilvægur er liðið mætir til leiks á EM í næsta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner