Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 25. júní 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Helgi Snær nýtti sér klásúlu og rifti við ÍR-inga (Staðfest)
Helgi Snær Agnarsson og Arnar Hallsson eru báðir farnir frá ÍR
Helgi Snær Agnarsson og Arnar Hallsson eru báðir farnir frá ÍR
Mynd: ÍR
Helgi Snær Agnarsson hefur fengið samningi sínum við ÍR rift en hann nýtti sér klásúlu í samningnum. Þetta kemur fram í Ástríðunni.

Arnar Hallsson hætti sem þjálfari ÍR-inga á dögunum eftir 4-3 tap liðsins gegn KFA. Hann sagði úrslitin vonbrigði og var þá vonsvikinn með að geta ekki leyst vandamál liðsins.

Hann er maðurinn sem fékk Helga Snæ frá Fjölni fyrir þetta tímabil en það voru tvær klásúlur í þeim samningi.

Ef það kæmi til þjálfaraskipta eða liðið kæmist ekki upp þá ætti hann möguleika á að rifta samningnum.

Arnar hætti sem þjálfari og gat Helgi því nýtt sér þá klásúlu og rift samningi sínum, sem og hann gerði.

Helgi spilaði sex leiki fyrir ÍR í 2. deildinni í sumar og alla þrjá leiki liðsins í Mjólkurbikarnum.


Ástríðan - 7. umferð - Arnar Halls hættir fyrir úrslitaleiki og toppbaráttan í 3. deild svakaleg
Athugasemdir
banner