Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 25. júní 2022 12:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tvífari Fabrizio Romano til Bournemouth (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Miðjumaðurinn Joe Rothwell er genginn til liðs við Bournemouth á frjálsri sölu. Samningur hans við Blackburn rann út eftir tímabilið.


Rothwell er annar leikmaðurinn sem Bournemouth fær til sín en hægri bakvörðurinn Ryan Fredericks gekk til liðs við félagið á frjálsri sölu frá West Ham á dögunum.

Rothwell er uppalinn hjá Manchester United en náði ekki að spila leik fyrir aðallið félagsins. Hann gekk til liðs við Oxford United árið 2016 í League One og lék 69 leiki áður en hann gekk til liðs við Blackburn árið 2018.

Bournemouth staðfesti félagsskiptin í morgun en liðið birti skemmtilega færslu á Twitter með mynd af Rothwell og Fabrizio Romano sem er yfirleitt fyrstur með fréttirnar þegar leikmenn eru að skipta um félög.

Rothwell og Romano eru ótrúlega líkir í útliti.


Athugasemdir
banner
banner
banner