Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 25. ágúst 2021 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Atletico kaupir Ólympíumeistara (Staðfest)
Mynd: EPA
Atletico Madrid hefur gengið frá kaupunum á Matheus Cunha frá þýska félaginu Hertha Berlin.

Cunha er 22 ára gamall og skoraði 8 mörk í 28 leikjum á miklu vonbrigðatímabili hjá Hertha Berlin í þýsku deildinni.

Cunha er uppalinn hjá Coritiba í Brasilíu en hóf meistaraflokksferilinn með Sion í Sviss. RB Leipzig keypti leikmanninn árið 2018 og Hertha keypti svo Brassann fyrir síðasta tímabil.

Cunha er 22 ára framherji sem á að baki 24 leiki með U23 landsliði Brasilíu og hefur skorað 21 mark í þeim leikjum. Hann vann Ólympíugull í Tókýó fyrr í þessum mánuði.

Cunha kostar Atletico Madrid 26 milljónir evra og skrifar undir fimm ára samning við spænsku meistarana.
Athugasemdir
banner
banner