mið 25. október 2017 19:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Claude Puel tekinn við Leicester (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Leicester hefur tilkynnt um ráðningu á nýjum knattspyrnustjóra. Sá heitir Claude Puel og er fyrrum stjóri Southampton.

Puel skrifaði í kvöld undir samning við Leicester til 2020.

Craig Shakespeare var rekinn frá Leicester í síðustu viku og Michael Appleton hefur stýrt liðinu tímabundið síðan þá. Á Sky Sports segir Appleton muni halda áfram sem aðstoðarþjálfari.

Puel er nú tekinn við en hann þekkir sig ágætlega í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa stýrt Southampton á síðasta tímabili. Hann var látinn taka pokann sinn eftir eitt tímabil hjá dýrlingunum.

Hinn 56 ára gamli Puel hefur einnig stýrt frönsku liðunum Lyon, Mónakó, Lille og Nice á löngum stjóraferli sínum.

„Það eru mikil forréttindi að taka við Leicester," sagði Puel, en hann var tilkynntur sem nýr stjóri liðsins í kvöld.

„Þetta er spennandi tækifæri og ég hlakka til að vinna með eigendunum, leikmönnunum, þjálfaraliðinu og stuðningsmönnunum."

Leicester er sem stendur í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, en næsti leikur liðsins er gegn Everton á sunnudaginn.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner