Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 27. mars 2021 14:40
Ívan Guðjón Baldursson
Danny Simpson farinn til Bristol City (Staðfest)
Simpson lék 133 leiki fyrir Leicester. Hann á einnig 8 leiki að baki fyrir Man Utd.
Simpson lék 133 leiki fyrir Leicester. Hann á einnig 8 leiki að baki fyrir Man Utd.
Mynd: Getty Images
Bristol City hefur staðfest komu varnarmannsins Danny Simpson sem er búinn að skrifa undir stuttan samning sem gildir út tímabilið.

Þar mun hann spila undir stjórn Nigel Pearson sem notaði hann óspart þegar þeir voru saman hjá Leicester City.

Simpson er 34 ára gamall og var fastamaður í hægri bakverði er Leicester vann ensku úrvalsdeildina 2016.

Bristol er um miðja deild, tíu stigum frá umspilsbaráttunni, undir lok tímabilsins. Simpson hefur mikla reynslu úr Championship og lék þar síðast með Huddersfield á síðustu leiktíð. Hann hefur farið þrisvar sinnum upp úr deildinni - með Sunderland, Newcastle og QPR.

Simpson er fyrsti leikmaðurinn sem Pearson fær til liðs við sig eftir að hann tók við Bristol í febrúar.
Athugasemdir
banner
banner