Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 27. maí 2021 10:30
Elvar Geir Magnússon
Real Madrid sendir út yfirlýsingu um uppsögn Zidane (Staðfest)
Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid.
Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Real Madrid hefur staðfest að Zinedine Zidane sé búinn að segja upp sem stjóri félagsins.

„Zinedine Zidane hefur ákveðið að láta af störfum hjá félaginu á þessum tímapunkti. Við virðum ákvörðun hans og erum þakklátir fyrir fagmennsku hans, vinnusemi og ástríðu öll þessi ár," segir í yfirlýsingunni.

„Zidane er ein af goðsögnum félagsins og hans hjarta er hjá Real Madrid. Félagið verður alltaf heimili hans."

Real Madrid fór titlalaust í gegnum tímabilið en grannar þeirra í Atletico Madrid tóku Spánarmeistaratitilinn.

Zidane er sagður telja rétt að hann stígi frá borði og annar maður taki við stjórnartaumunum. Massimiliano Allegri, fyrrum stjóri Juventus, er talinn líklegastur til að taka við Madrídarliðinu. Antonio Conte og Raul eru einnig nefndir en Conte er búinn að segja upp hjá Inter. Raul sem er fyrrum sóknarmaður Real Madrid stýrir varaliði félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner