Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 27. ágúst 2021 09:15
Ívan Guðjón Baldursson
Kayky kemur til Man City hálfu ári á undan áætlun (Staðfest)
Kayky í leik með Fluminense í Brasilíu.
Kayky í leik með Fluminense í Brasilíu.
Mynd: EPA
Það hefur ýmislegt verið að gerast á félagaskiptamarkaðinum í ensku úrvalsdeildinni síðustu daga þar sem Manchester City er búið að krækja í brasilíska táninginn Kayky frá Fluminense hálfu ári á undan áætlun.

Hinn bráðefnilegi Kayky er aðeins 18 ára gamall og borgar Man City um 9 milljónir punda auk veglegra aukagreiðslna verði táningurinn að stórstjörnu hjá félaginu.

Kayky átti að ganga í raðir City eftir áramót en Englandsmeistararnir hafa ákveðið að bjóða honum fyrr til landsins til að gefa honum meiri aðlögunartíma.

Ólíklegt er að Kayky fái mikinn spiltíma fyrstu árin sín hjá Man City en hann er þriðji táningurinn sem félagið kaupir frá Suður-Ameríku í sumar eftir komu Dario Sarmiento og Metinho. Sá síðarnefndi kemur einnig frá Fluminense og mun halda félaga sínum Kayky félagsskap.
Athugasemdir
banner
banner
banner