Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 27. ágúst 2021 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Simeone til Empoli og Pinamonti til Verona (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það er ýmislegt að frétta af leikmannamarkaðinum á Ítalíu og hafa nokkur félagaskipti verið staðfest undanfarna daga.

Sóknarmaðurinn Andrea Pinamonti mun til að mynda leika að láni hjá nýliðum Empoli út leiktíðina en þessi 22 ára gamli sóknarmaður skoraði 1 mark í 8 leikjum hjá Inter á síðustu leiktíð.

Pinamonti var mikill lykilmaður í yngri landsliðum Ítala og spilaði heilt tímabil með Genoa 2019-20 þar sem hann skoraði 5 mörk í 32 deildarleikjum.

Þá er Giovanni Simeone kominn til Verona á lánssamning út leiktíðina. Simeone er 26 ára gamall sonur Diego Simeone þjálfara Atletico Madrid.

Simeone er ansi mistækur sóknarmaður en skilar þó alltaf inn þokkalegri markaskorun. Hann hefur skorað 50 mörk í 180 leikjum í Serie A auk þess að eiga eitt mark í fimm leikjum með Argentínu.

Þar að auki var Verona að krækja í varnarmanninn Bosko Sutalo að láni frá Atalant og Lazio að kaupa miðjumanninn Toma Basic af Bordeaux.

Að lokum valdi Thomas Henry Íslendingalið Venezia framyfir Celtic á meðan Spezia krækti í franska framherjann Janis Antiste.
Athugasemdir
banner
banner