Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 28. maí 2021 16:30
Ívan Guðjón Baldursson
David Alaba til Real Madrid (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Real Madrid er búið að staðfesta komu David Alaba til félagsins á frjálsri sölu frá FC Bayern.

Austurríski varnarmaðurinn skrifar undir fimm ára samning við spænska stórveldið eftir að hafa leikið fyrir Bayern í rúman áratug.

Alaba verður 29 ára gamall í sumar og er því á besta aldri. Hann er einn af bestu knattspyrnumönnum heims í ýmsum stöðum á vellinum þar sem hann hefur leikið ýmist sem miðvörður, vinstri bakvörður, vinstri kantur og miðjumaður á ferlinum.

Alaba fær risasamning hjá Real og verður einn af launahæstu leikmönnum félagsins, ef ekki sá allra launahæsti.

Talað er um að hann muni þéna hálfa milljón evra í hverri viku og fái um 15-20 milljónir í vasann fyrir að skrifa undir hjá Real.

Alaba er lykilmaður í landsliði Austurríkis og hefur unnið ógrynni titla á tíma sínum hjá Bayern.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner