Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. maí 2021 12:05
Elvar Geir Magnússon
Ibrahima Konate til Liverpool (Staðfest)
Ibrahima Konate í leik með RB Leipzig.
Ibrahima Konate í leik með RB Leipzig.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur staðfest kaup á varnarmanninum Ibrahima Konate sem kemur frá RB Leipzig í Þýskalandi.

Samningur þessa 22 ára leikmanns við Liverpool tekur gildi þann 1. júlí en hann hefur skrifað undir samning og staðist læknisskoðun.

Konate er hluti af franska U21 landsliðinu sem er að keppa til úrslita á EM U21 landsliða.

Kaupin á Konate gerir það að verkum að Liverpool ætlar ekki að kaupa lánsmanninn Ozan Kabak.

Konate lék 21 leik fyrir RB Leipzig á þessu tímabili en liðið endaði í öðru sæti í þýsku Bundesligunni. Varnarleikurinn var höfuðverkur hjá Liverpool á liðnu tímabili vegna langtímameiðsla Virgil van Dijk, Joe Gomez og Joel Matip.

Liverpool tryggði sér Meistaradeildarsæti í lokaumferðinni.

„Þetta er verulega stór stund fyrir mig og fjölskyldu mína. Ég hlakka mikið til að hitta nýja liðsfélaga, starfslið og hefja þennan nýja kafla. Ég hef lagt mikið á mig í mörg ár til að komast á þennan stað," segir Konate.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner