Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 28. maí 2021 09:52
Elvar Geir Magnússon
Juventus búið að reka Pirlo (Staðfest)
Andrea Pirlo
Andrea Pirlo
Mynd: Getty Images
Juventus er búið að reka Andrea Pirlo en hann var stjóri liðsins í aðeins eitt tímabil.

Það kom mörgum á óvart þegar Pirlo var ráðinn til að koma í stað Maurizio Sarri í fyrrasumar. Inter vann Ítalíumeistaratitilinn í ár en þetta er í fyrsta sinn sem Juventus missir af honum síðan 2012.

Juventus endaði í fjórða sæti en liðið nældi sér í Meistaradeildarsæti í lokaumferðinni.

„Þakka þér Andrea. Það eru fyrstu orðin sem við verðum að segja við þessi tímamót. Fyrir nokkrum mánuðum byrjaði Andrea Pirlo, þetta stóra nafn í heimsfótboltanum, nýtt ævintýri sem þjálfari. Það þarf hugrekki til að að taka þetta skref, sérstaklega þegar allir þessir erfiðleikar vegna heimsfaraldursins," segir yfirlýsingu Juventus.

„Pirlo hefur stigið sín fyrstu skref í vegferð sem mun klárlega verða frábær þjálfaraferill. Vegferð í að snúa sínum hugmyndum og reynslu sem meistari í þjálfun. Takk Andrea."

Ítalskir fjölmiðlar segja að Andrea Pirlo sé þegar kominn í viðræður um að taka mögulega við Sassuolo. Búist er við því að hinn sigursæli Massimiliano Allegri muni aftur taka við stjórnartaumum Juventus. Allegri var við stjórn Juventus frá 2014 til 2019 og auk þess að vinna deildina á hverju ári komst hann tvívegis í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner