Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. maí 2021 13:10
Ívan Guðjón Baldursson
Massimiliano Allegri til Juventus (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Massimiliano Allegri er tekinn við Juventus á nýjan leik. Félagið er búið að staðfesta fregnirnar.

Allegri gerði frábæra hluti við stjórnvölinn hjá Juve frá 2014 til 2019 og kom liðinu tvisvar sinnum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Juve vann ítölsku deildina á hverju ári undir hans stjórn en Allegri hætti 2019 og tók sér frí frá knattspyrnuheiminum.

Allegri var orðaður við Real Madrid á dögunum en greip tækifærið þegar Juve hafði samband. Juve ákvað að reka Andrea Pirlo eftir nokkuð slaka frumraun við stjórnvölinn þar sem liðið rétt náði Meistaradeildarsæti undir lok tímabils, auk þess að vinna ítalska bikarinn.


Athugasemdir
banner
banner