Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. maí 2021 16:00
Ívan Guðjón Baldursson
Piszczek aftur í heimabæinn (Staðfest)
Piszczek skoraði 3 mörk í 66 landsleikjum með Póllandi.
Piszczek skoraði 3 mörk í 66 landsleikjum með Póllandi.
Mynd: EPA
Pólski bakvörðurinn Lukasz Piszczek er genginn í raðir áhugamannaliðs LKS Goczalkowice sem leikur í pólsku 4. deildinni eftir rúman áratug hjá Borussia Dortmund.

Piszczek spilaði 381 keppnisleik á tíma sínum hjá Dortmund þar sem hann var ýmist notaður sem hægri bakvörður, miðvörður og hægri kantur.

Piszczek verður 36 ára í júní og kom við sögu í átján leikjum á nýliðnu keppnistímabili.

Hjá Goczalkowice ætlar hann að spila með vinum sínum úr heimabænum og sjá um unglingastarf félagsins.

„Faðir minn er varaforseti félagsins og ég ætla að sjá um unglingaakademíuna sem við settum á laggirnar 2019," sagði Piszczek meðal annars.
Athugasemdir
banner
banner
banner