Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 28. ágúst 2021 19:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kurt Zouma í West Ham (Staðfest)
Kurt Zouma.
Kurt Zouma.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Kurt Zouma hefur fengið félagaskipti frá Chelsea yfir til West Ham.

Kaupverðið hljóðar upp á tæplega 30 milljónir punda og skrifar Zouma undir samning til 2025.

Zouma er 26 ára gamall hafsent sem kom frá Saint-Etienne til Chelsea fyrir sjö árum síðan.

Hann var ekki ofarlega í plönum Thomas Tuchel, stjóra Chelsea, og fékk því leyfi til að fara. Hann fær núna skipti yfir til West Ham, sem er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur með sjö stig eftir þrjá leiki.

Talið er að þessi skipti geti hjálpað Chelsea að landa Jules Kounde, miðverði frá Sevilla.


Athugasemdir
banner
banner
banner