Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 29. apríl 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Argentískur markvörður í markið hjá Sindra (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Sindri hefur fengið markvörðinn Joaquin Ketlun í sínar raðir fyrir átökin í 3. deild í sumar.

Ketlun er 26 ára gamall, fæddur í Argentínu en er einnig með króatískt ríkisfang.

Á ferli sínum hefur hann spilað í Möltu, á Ítalíu og í Svíþjóð. Síðast var hann á mála hjá KSF Prespa Birlik í Svíþjóð.

Sindri hafnaði í fimmta sæti 3. deildar á síðustu leiktíð en Óli Stefán Flóventsson tók við liðinu eftir tímabilið. Óli Stefán býr á Höfn í Hornafirði en hann þjálfaði Sindra með góðum árangri frá 2011 til 2014. Hann hefur undanfarin ár þjálfað Grindavík og KA.
Athugasemdir
banner
banner
banner