fim 29. apríl 2021 09:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jesse Marsch tekur við RB Leipzig (Staðfest)
Jesse Marsch.
Jesse Marsch.
Mynd: Getty Images
Þýska úrvalsdeildarfélagið RB Leipzig hefur tilkynnt að Bandaríkjamaðurinn Jesse Marsch muni taka við liðinu af Julian Nagelsmann.

Það var greint frá því í vikunni að Julian Nagelsmann, núverandi stjóri Leipzig, myndi taka við sem stjóri Bayern München eftir tímabilið.

Nagelsmann, sem er aðeins 33 ára og hefur verið orðaður við Tottenham, gerir fimm ára samning við Bayern.

Nagelsmann er að klára sitt annað tímabil hjá Leipzig en liðið mun líklega enda í öðru sæti á eftir Bayern. Á síðasta tímabili stýrði hann liðinu í undanúrslit Meistaradeildarinnar og í þriðja sæti þýsku deildarinnar.

Marsch, sem virðist vera með Red Bull í æðum sínum, starfaði sem stjóri New York Red Bulls í Bandaríkjunum frá 2015 til 2018. Hann var aðstoðarstjóri RB Leipzig 2018 til 2019 og tók svo við Red Bull Salzburg í Austurríki þar sem hann hefur gert flotta hluti. Marsch er 47 ára gamall og fæddur í Wisconsin.
Athugasemdir
banner
banner
banner