Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 29. maí 2021 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Belgísk landsliðskona í Breiðablik (Staðfest)
Mynd: Breiðablik
Breiðablik hefur styrkt lið sitt fyrir seinni hluta Pepsi Max-deildarinnar.

Félagið hefur fengið belgísku landsliðskonuna Chloé Vande Velde að láni frá Gent í Belgíu. Hún er nú á leiðinni í landsliðsverkefni með belgíska landsliðinu sem mætir Spáni og Lúxemborg í júní en kemur svo til Íslands að þeim leikjum loknum.

Hún verður lögleg með Blikum þegar opnað verður fyrir félagaskipti á ný í byrjun júlí.

„Chloé, sem verður 24 ára í júní, er afar öflugur leikmaður og á að baki 19 landsleiki fyrir Belgíu. Hún gefur liðinu mikla reynslu og aukna breidd fyrir átökin á Íslandsmótinu og í Meistaradeildinni," segir í tilkynningu Blika.

Breiðablik er í öðru sæti Pepsi Max-deildarinnar eftir magnaðan 7-3 sigur á Val á fimmtudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner