Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 29. maí 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúrik kom, sá og sigraði í Allir geta dansað Þýskalands
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúrik Gíslason, fyrrum landsliðsmaður í fótbolta, bar sigur úr býtum í þýska sjónvarpsþættinum Let's Dance í gærkvöld.

Þátturinn er svipaður Allir geta dansað sem er gerður hér á landi og sýndur á Stöð 2. Í þáttunum læra frægir einstaklingar að dansa með hjálpa atvinnudansara.

Rúrik er 32 ára gamall og á 53 landsleiki að baki fyrir Ísland. Hann lagði takkaskóna á hilluna fyrir áramót eftir að hafa verið hjá Sandhausen í þýsku B-deildinni í nokkur ár.

Rúrik var í landsliðshópi Íslands sem keppti á HM í Rússlandi 2018. Hann fékk mikinn fjölda fylgjenda á Instagram eftir að hafa spilað með Íslandi á mótinu. Eftir það fór hann að vinna sem módel og meira með því. Núna er hann orðinn virkilega flottur dansari.

Sjá einnig:
Rúrik leggur skóna á hilluna (Staðfest) - Ætlar að leika í íslenskri bíómynd

Fyrrum landsliðsmaðurinn gekk í hlutverk þrumuguðsins Þórs í dansi sínum í gær. Dansinn má sjá hér að neðan.




Athugasemdir
banner
banner