Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 29. maí 2021 15:07
Victor Pálsson
Spalletti tekur við Napoli (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Luciano Spalletti mun taka við liði Napoli fyrir næstu leiktíð en þetta var staðfest í dag.

Spalletti tekur við taumunum af Gennaro Gattuso sem var látinn fara eftir tímabilið þar sem Napoli komst ekki í Meistaradeildina.

Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli, staðfesti þessar frétitr í dag en Spalletti er fyrrum stjóri Roma og Inter.

Þessi 62 ára gamli stjóri býr yfir mikilli reynslu og hefur einnig þjálfað lið eins og Zenit, Sampdoria og Udinese.

Napoli hafnaði í fimmta sæti deildarinnar á tímabilinu og spilar í Evrópudeildinni á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner