banner
   sun 29. ágúst 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Daramy frá FC Kaupmannahöfn til Ajax (Staðfest)
Hörður Ingi Gunnarsson reynir að ná boltanum af Daramy í leik U21 landsliða Íslands og Danmerkur.
Hörður Ingi Gunnarsson reynir að ná boltanum af Daramy í leik U21 landsliða Íslands og Danmerkur.
Mynd: EPA
Ajax hefur staðfest félagaskipti framherjans Mohamed Daramy frá FC Kaupmannahöfn.

Hann skrifar undir samning við 2026 við hollenska stórliðið.

Talið er að Ajax borgi danska félaginu á milli 12 og 14 milljónir evra fyrir Daramy sem getur leyst flestar stöður fremst á vellinum.

Þessi félagaskipti gætu skapað meira pláss fyrir Hákon Arnar Haraldsson, og jafnvel Orra Stein Óskarsson hjá FC Kaupmannahöfn í Danmörku.

Hákon Arnar er 18 ára gamall Skagmaður sem er hluti af aðalliðshópi FCK. Hann spilar á svipuðum stað á vellinum og Daramy. Orri Steinn er 16 ára gamall sóknarmaður sem hefur farið mikinn með unglingaliðum FCK.

Það eru alls þrír Íslendingar hjá FCK. Andri Fannar Baldursson gekk nýverið í raðir félagsins frá Bologna á láni.
Athugasemdir
banner
banner
banner