Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 29. ágúst 2021 15:48
Brynjar Ingi Erluson
Hwang Hee-chan til Wolves (Staðfest)
Hwang Hee-chan er mættur til Wolves
Hwang Hee-chan er mættur til Wolves
Mynd: EPA
Suður-Kóreumaðurinn Hee Chan Hwang er mættur til Wolves og gerir lánssamning út tímabilið en hann kemur frá þýska félaginu RB Leipzig.

Hwang er 25 ára gamall framherji sem kom fyrst fram á sjónarsviðið með austurríska liðinu RB Salzburg.

Frammistaða hans með liðinu vakti áhuga fjölda liða um Evrópu en hann ákvað að semja við Leipzig, systurfélag Salzburg.

Hann gekk til liðs við félagið á síðasta ári en hefur ekki tekist að festa sig í sessi þar.

Nú er hann mættur til Wolves á láni út leiktíðina og er þetta sjötti leikmaðurinn sem félagið fær í þessum glugga.

Hee-chan var kynntur fyrir leik Wolves gegn Manchester United í dag.
Athugasemdir
banner
banner