Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 29. ágúst 2021 10:11
Brynjar Ingi Erluson
Maxwel Cornet til Burnley (Staðfest)
Mynd: Heimasíða Burnley
Enska úrvalsdeildarfélagið Burnley hefur fest kaup á Maxwel Cornet frá Lyon. Þetta kemur fram í tilkynningu frá enska félaginu í dag.

Cornet er 24 ára gamall og spilar stöðu vinstri bakvarðar en hann getur einnig spilað á báðum vængjunum.

Hann hefur spilað með Lyon síðustu sex ár, spilað 252 leiki og skorað 51 mark.

Burnley lagði fram 15 milljón punda tilboð í Cornet á dögunum, sem var samþykkt og kláraði hann læknisskoðun hjá félaginu í gær áður en hann skrifaði undir fimm ára samning.

Þetta er fimmti leikmaðurinn sem Burnley fær í sumar á eftir þeim Aaron Lennon, Nathan Collins, Wayne Hennessey og Jacob Bedeau.

Cornet á 21 leik og 4 mörk fyrir landslið Fílabeinsstrandarinnar.


Athugasemdir
banner