Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 29. ágúst 2022 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Afena-Gyan til Cremonese (Staðfest) - Ný sóknarlína frá Nígeríu
Afena-Gyan þakkaði Mourinho innilega fyrir traustið eftir síðustu leiktíð.
Afena-Gyan þakkaði Mourinho innilega fyrir traustið eftir síðustu leiktíð.
Mynd: Getty Images
Okereke skoraði í 3-2 tapi gegn Fiorentina í fyrstu umferð.
Okereke skoraði í 3-2 tapi gegn Fiorentina í fyrstu umferð.
Mynd: EPA

Cremonese eru nýliðar í Serie A og ætla alls ekki að falla aftur niður í B-deildina miðað við leikmannakaup sumarsins.


Félagið var að staðfesta komu Felix Afena-Gyan frá Roma fyrir 7 milljónir evra en hann er átjándi leikmaðurinn til að ganga til liðs við félagið í sumar.

Jose Mourinho notaði Afena-Gyan á síðustu leiktíð en Rómverjar eru búnir að krækja í Paulo Dybala og Andrea Belotti í sumar svo félagið hefur ekki þörf fyrir ungstirnið lengur. Afena-Gyan, landsliðsmaður Gana, er aðeins 19 ára gamall og skoraði tvö mörk í 22 leikjum á síðustu leiktíð.

Cremonese borgaði metfé fyrir nígeríska framherjann David Okereke, sem skoraði 7 mörk í 32 leikjum á láni hjá Venezia á síðustu leiktíð. Hann er 24 ára gamall, kemur úr herbúðum Club Brugge og kostar 10 milljónir evra.

Sóknarmaðurinn Cyriel Dessers, sem er samlandi Okereke, er einnig kominn úr belgíska boltanum, frá Gent og kostar 8 milljónir evra. Hann skoraði 20 mörk í 41 leik á láni hjá Feyenoord á síðustu leiktíð.

Þá er miðjumaðurinn Charles Pickel kominn frá Famalicao fyrir 6 milljónir evra ásamt Argentínumönnunum Santiago Ascacíbar og Gonzalo Escalante sem eru á lánssamningum frá Hertha Berlin og Lazio.

Paolo Ghiglione og Johan Vasquez eru komnir frá Genoa, Leonardo Sernicola og Vlad Chiriches frá Sassuolo og að lokum eru varnarmennirnir Luka Locoshvili, Emanuel Aiwu og Giacomo Quagliata einnig komnir auk fleiri smærri spámanna.

Það verður afar áhugavert að sjá hversu snöggir þessir leikmenn eru að ná saman og hvort þeim takist að bjarga Cremonese frá falli. LIðið er án stiga eftir þrjár umferðir en allir leikirnir töpuðust naumlega, með aðeins eins marks mun.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner