Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 29. ágúst 2022 14:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Barkley riftir við Chelsea (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Ross Barkley er farinn frá Chelsea, félagið staðfestir það með færslu á samfélagsmiðlum og segir að samkomulag hafi náðst um riftun á samningi.

Miðjumaðurinn lék 100 leiki fyrir Chelsea en hann kom til félagsins frá Everton árið 2018.

Nú er honum frjálst að finna sér nýtt félag. Barkley er 28 ára gamall og a áð baki 33 landsleiki.

Hann var lánaður til Aston Villa tímabilið 2020-21 og hafði sem leikmaður Everton einnig leikið með Sheffield Wednesday og Leeds á láni.

Á síðasta tímabili kom hann við sögu í fjórtán leikjum með Chelsea og skoraði eitt mark. Það mark skoraði hann í lokaleik tímabilsins og var það síðasta mark Chelsea á meðan félagið var í eigu Roman Abramovich.
Athugasemdir
banner