Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 29. ágúst 2022 21:44
Ívan Guðjón Baldursson
Cutrone genginn til liðs við Fabregas í Como (Staðfest)
Cutrone skoraði 38 mörk í 82 leikjum með yngri landsliðum Ítalíu. Hann á aðeins einn leik fyrir A-landsliðið.
Cutrone skoraði 38 mörk í 82 leikjum með yngri landsliðum Ítalíu. Hann á aðeins einn leik fyrir A-landsliðið.
Mynd: Getty Images

Ítalska B-deildarfélagið Como ætlar sér stóra hluti á leiktíðinni og er búið að krækja í Patrick Cutrone frá Wolves.


Sóknarmaðurinn skrifar undir þriggja ára samning við Como og mun þar spila með spænska miðjumanninum Cesc Fabregas sem samdi við félagið á dögunum og eignaðist um leið hluta í því.

Cutrone þótti ein helsta vonarstjarna Ítalíu og var algjör lykilmaður upp yngri landsliðin. Hann skoraði 18 mörk í 46 leikjum á sínu fyrsta tímabili með AC Milan þegar hann var aðeins 19 ára gamall en stóðst svo ekki væntingarnar á næstu leiktíð þar á eftir.

Hann skoraði 9 mörk í 43 leikjum og var í kjölfarið seldur til Wolves fyrir 20 milljónir punda. Þar átti hann erfitt uppdráttar og hélt áfram að ganga illa þegar hann var lánaður til Fiorentina og Empoli í Serie A.

Nú mun hann reyna fyrir sér í Serie B og sjá hvort honum takist að finna gamla taktinn aftur sem hann var kominn í hjá AC Milan.

Til gamans má geta að Dennis Wise, fyrrum leikmaður Chelsea og enska landsliðsins, er framkvæmdastjóri Como.


Athugasemdir
banner
banner