mán 29. ágúst 2022 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrirliði Forest er farinn til Sádí-Arabíu (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Sádí-arabíska félagið Al-Ahli er búið að staðfesta komu Lewis Grabban á frjálsri sölu frá Nottingham Forest.


Hinn 34 ára gamli Grabban var fyrirliði Forest og bauð félagið honum nýjan samning í sumar sem sóknarmaðurinn hafnaði.

Grabban skoraði 56 mörk í 149 leikjum á fjórum árum hjá Forest og hefði aðeins fengið afar takmarkað aukahlutverk í ensku úrvalsdeildinni.

Hann kaus því frekar að flytja til Sádí-Arabíu og leiða sóknarlínu Al-Ahli.

Hinn 25 ára gamli Joe Worrall var tilkynntur sem nýr fyrirliði Forest í byrjun ágúst, eftir að Grabban rann út á samningi um mánaðamótin.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner