Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 29. ágúst 2022 19:23
Ívan Guðjón Baldursson
Paqueta verður dýrastur í sögu West Ham (Staðfest)
Lucas Paqueta og Neymar eru góðir vinir. Þeir eru landsliðsfélagar og léku í sömu deild þar til í dag.
Lucas Paqueta og Neymar eru góðir vinir. Þeir eru landsliðsfélagar og léku í sömu deild þar til í dag.
Mynd: EPA

West Ham United er búið að tilkynna komu brasiíska miðjumannsins Lucas Paquetá frá Lyon.


West Ham borgar 36 milljónir punda fyrir þennan sóknarsinnaða leikmann en upphæðin getur farið alla leið upp í 51 milljón með aukagreiðslum. Paquetá verður þá dýrasti leikmaður í sögu West Ham, dýrari en Sebastien Haller sem er hjá Borussia Dortmund í dag.

Paqueta er nýbúinn að eiga 25 ára afmæli og skrifar undir fimm ára samning við Hamrana með möguleika á eins árs framlengingu. Miðjumaðurinn á sjö mörk í 33 landsleikjum með Brasilíu og hefur skorað 21 mark í 80 leikjum hjá Lyon.

Hann er áttundi leikmaðurinn sem gengur í raðir West Ham í sumar eftir Gianluca Scamacca, Nayef Aguerd, Maxwel Cornet, Emerson Palmieri, Flynn Downes, Thilo Kehrer og Alphonse Areola.


Athugasemdir
banner
banner