Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 29. september 2021 11:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Halli Björns hjá Stjörnunni næstu þrjú árin (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haraldur Björnsson hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna til næstu þriggja ára. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Stjörnunnar.

Halli, eins og hann er oftast kallaður, hefur verið aðalmarkvörður Stjörnunnar síðustu ár en hann gekk í raðir félagsins frá norska félaginu Lilleström árið 2017.

Halli er 32 ára gamall og varð bikarmeistari með Stjörnunni árið 2018.

Hann lék á sínum tíma 19 leiki fyrir U21 landsliðið og á einn A-landsleik að baki. Árið 2011 varði Halli mark U21 landsliðsins í lokakeppni EM.

,„Það er geggjað að vera í Garðabænum, Stjarnan er mitt lið og hér hefur mér liðið frábærlega og allt umhverfið er mjög professional og ég veit að liðið á mikið inni með öllum þeim fjölda ungra leikmanna sem eru að koma upp í takt við frábæran kjarna og mjög góða umgjörð. Við munum koma sterkir inní næstu tímabil eftir smá bras á þessu og við erum með stóran og öflugan hóp sem hefur mikinn metnað til að ná lengra, ásamt því að eiga bestu stuðningsmenn landsins," sagði Halli við undirskrift.


Athugasemdir
banner
banner