Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 29. september 2021 15:33
Elvar Geir Magnússon
Jón Sveins gerir nýjan samning við Fram (Staðfest)
Jón Sveinsson hefur gert framúrskarandi hluti með Fram.
Jón Sveinsson hefur gert framúrskarandi hluti með Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Sveinsson þjálfari Fram hefur gert nýjan samning við félagið sem gildir út tímabilið 2024.

Jón tók við Framliðinu haustið 2018 og hefur stýrt því undanfarin þrjú ár. Mikill og stöðugur uppgangur hefur verið á liðinu undir stjórn Jóns og mikil ánægja með hans störf innan félagsins.

Í sumar náðist frábær árangur, liðið fór taplaust í gegnum Lengjudeildina, setti stigamet og tryggði sér langþráð sæti í efstu deild.

Jón var valinn þjálfari ársins í Lengjudeildinni með miklum yfirburðum.

„Framundan eru spennandi tímar í efstu deild á nýjum og glæsilegum heimavelli í Úlfarsárdal og það er mikið ánægjuefni að Jón verði áfram við stjörnvölinn á þessum tímamótum í sögu félagsins," segir á heimasíðu Fram.
Athugasemdir
banner
banner
banner