Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 29. september 2021 10:19
Elvar Geir Magnússon
Þór/KA lætur Andra Hjörvar fara (Staðfest)
Andri Hjörvar Albertsson.
Andri Hjörvar Albertsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Hjörvar Albertsson hefur verið rekinn sem þjálfari Þórs/KA en stjórnin ákvað að nýta sér uppsagnarákvæði í ráðningarsamningum alls þjálfarateymisins.

Bojana Besic og Perry Mclachlan sem voru Andra til aðstoðar hafa því einnig látið af störfum. Bojanna var einnig aðalþjálfari Hamranna og hættir með liðið.

„Þetta er niðurstaðan eftir ítarlega yfirlegu og umræður innan stjórnarinnar um stöðu félagsins og framtíðaráform. Nú tekur við vinna hjá stjórninni við að leita að nýjum þjálfurum og móta með þeim framtíðarsýn," segir í tilkynningu Þórs /KA.
Þór/KA hafnaði í sjötta sæti Pepsi Max-deildar kvenna í sumar en Hamrarnir í tíunda sæti í 2. deild.

Jafnframt stendur fyrir dyrum vinna við endurskipulagningu liðanna með aldursdreifingu leikmanna í huga, út frá þátttöku í 2. deild og/eða 2. flokki, ásamt því að frá og með næsta tímabili verður rekstur 3. flokks kvenna færður undir Þór/KA. Félögin hafa tvö undanfarin tímabil teflt fram sameiginlegu liði Þórs/KA/Hamranna í 3. flokki, sem rekið hefur verið af unglingaráðunum, en færast nú undir sama hatt og meistaraflokkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner