Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 30. maí 2021 16:17
Victor Pálsson
Daníel Leó og félagar upp í Championship (Staðfest)
Til hamingju Blackpool aðdáendur.
Til hamingju Blackpool aðdáendur.
Mynd: Getty Images
Blackpool er búið að tryggja sér sæti í ensku Championship-deildinni á nýjan leik eftir úrslitaleik við Lincoln í C-deildinni í dag.

Blackpool hafnaði í þriðja sæti League One deildarinnar á tímabilinu á eftir bæði Peterborough og Hull.

Liðið endaði tímabilið þó á góðum nótum og vann síðustu fjóra leiki sína og komst þar með í umspil.

Blackpool vann úrslitaleikinn 2-1 í dag en Daníel Leó Grétarsson spilaði ekki með liðinu í sigrinum.

Fyrsta mark leiksins var sjálfsmark varnarmannsins Oliver Turton og kom hann Lincoln í 1-0 á aðeins fyrstu mínútu.

Kenneth Dougall skoraði hins vegar tvö mörk fyrir Blackpool í kjölfarið sem tryggði liðinu sæti í næst efstu deild.

Blackpool lék síðast í næst efstu deild árið 2015 en liðið féll þá með aðeins 26 stig úr 46 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner