Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 30. maí 2022 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Andri Yeoman framlengir við Breiðablik (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Andri Rafn Yeoman er búinn að skrifa undir samning og verður áfram í herbúðum Breiðabliks út næstu leiktíð.


Andri Rafn, fæddur 1992, er alvöru eins klúbbs maður þar sem hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Breiðablik sumarið 2009. Andri hefur síðan þá spilað yfir 300 keppnisleiki fyrir Blika.

Andri er búinn að spila í sex leikjum af sjö í Bestu deildinni í sumar þar sem Blikar tróna á toppinum með fullt hús stiga. Hann lék 15 deildarleiki í fyrra og skoraði eitt mark.

Andri varð Íslandsmeistari með Blikum 2010 og bikarmeistari 2009.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner