Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 30. ágúst 2021 18:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Deeney til Birmingham á frjálsri sölu (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Troy Deeney er farinn frá Watford eftir 11 ár hjá félaginu. Hann er farinn til Birmingham á frjálsri sölu.

Samningur hans við Watford átti að renna út eftir tímabilið en hann náði samkomulagi við félagið að rifta samningnum sínum.

Deeney lék 419 leiki og skoraði 140 mörk fyrir Watford. Hann lék aðeins 23 mínútur fyrir nýliðana í Ensku Úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.

Hann gerir tveggja ára samning við Birmingham og gæti framlengt um eitt ár til viðbótar.

„Það er skrítið að vera beðinn um að lýsa tilfinningum mínum í garð Watford og hvernig það er að fara frá félaginu. Ég finn fyrir sorg og missi eins og að missa fjölskyldumeðlim." Sagði Troy Deeney í kveðjumyndbandi sem Watford birti á Twitter.


Athugasemdir
banner
banner
banner