Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 30. ágúst 2021 11:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Patrik Sigurður lánaður til Viking (Staðfest)
Patrik Sigurður Gunnarsson.
Patrik Sigurður Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson hefur verið lánaður frá enska úrvalsdeildarfélaginu Brentford til Viking í Noregi.

Hann er lánaður í norsku úrvalsdeildina út þetta ár.

Patrik er í landsliðshópi Íslands fyrir þrjá A-landsleiki í september en eftir það heldur hann til Noregs, og gæti hann spilað sinn fyrsta leik gegn Stabæk eftir landsleikjahlé.

Patrik var á láni hjá Silkeborg og Viborg í dönsku 1. deildinni á síðasta tímabili, en bæði lið enduðu á því að komast upp í dönsku úrvalsdeildina.

„Patrik stóð sig mjög vel á láni á síðasta tímabili og við höfðum mikinn áhuga á að vinna með honum á undirbúningstímabilinu til að meta þróun hans. Hann gegndi mikilvægu hlutverki fyrir komu Álvaro Fernández. Hins vegar teljum við að nú, með tvo reyndari markmenn á undan sér, ætti Patrik að halda áfram að spila í leikjum með aðalliði og Viking hefur boðið frábært tækifæri til þess. Við munum bjóða Patrik velkominn aftur seinni hluta tímabilsins," segir Phil Giles, yfirmaður knattspyrnumála hjá Brentford.

Patrik verður annar Íslendingurinn með Viking. Þar er einnig Samúel Kári Friðjónsson.
Athugasemdir
banner