Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 30. ágúst 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
AC Milan kaupir U21 landsliðsmann Þjóðverja (Staðfest)
Thiaw mun líklega ekki fá mikinn spiltíma til að byrja með. Það verður erfitt að taka byrjunarliðssæti af Kalulu eða Tomori.
Thiaw mun líklega ekki fá mikinn spiltíma til að byrja með. Það verður erfitt að taka byrjunarliðssæti af Kalulu eða Tomori.
Mynd: Getty Images

Þýski miðvörðurinn Malick Thiaw er búinn að skrifa undir fimm ára samning við Ítalíumeistara AC Milan.


Thiaw er nýlega orðinn 21 árs gamall og á 8 leiki að baki fyrir U21 landslið Þýskalands. 

Hann kemur úr herbúðum Schalke fyrir um það bil 10 milljónir evra og á að veita Pierre Kalulu og Fikayo Tomori samkeppni um byrjunarliðssæti. Gífurlega ungir og spennandi þessir þrír miðverðir en hinn þaulreyndi Simon Kjær er einnig í hópnum ásamt Matteo Gabbia sem hefur ekki þótt nægilega góður.

Thiaw er fimmti leikmaðurinn til að ganga í raðir Milan í sumar eftir Charles De Ketelaere og Divock Origi, auk Alessandro Florenzi og Junior Messias sem voru á láni hjá félaginu á síðustu leiktíð.

Þessi miðvörður spilaði 54 leiki á tveimur árum hjá Schalke, oft með Guðlaugi Victori Pálssyni sem er núna genginn til liðs við Wayne Rooney hjá DC United í Bandaríkjunum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner